mobile navigation trigger mobile search trigger
13.03.2014

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni á Austurlandi

Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni á Austurlandi voru Birna Marín Viðarsdóttir, Nesskóla, Sesselja Bára Jónsdóttir, Grunnskólanum á Eskifirði og Jóhanna Lind Stefánsdóttir, Nesskóla. Úrslit fóru fram í hátíðarsal Grunnskólans á Reyðarfirði í gær.

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni á Austurlandi
Birna Marín Viðarsdóttir, Nesskóla, Sesselja Bára Jónsdóttir og Jóhanna Lind Stefánsdóttir kátar með glæsilegan árangur í Stóru upplestrarkeppninni. Mynd: Jóhanna Kristín Haukdsóttir

Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni á Austurlandi voru Birna Marín Viðarsdóttir, Nesskóla, Sesselja Bára Jónsdóttir, Grunnskólanum á Eskifirði og Jóhanna Lind Stefánsdóttir, Nesskóla. Úrslit fóru fram í hátíðarsal Grunnskólans á Reyðarfirði í gær.

Alls komust 13 grunnskólanemar í úrslit og var keppnin mjög jöfn og skemmtileg, að sögn Halldóru Baldursdóttur eins af fjórum dómurum keppninnar. Í fyrstu umferð var lesið upp úr bókinni „Ertu Guð, afi!" eftir Þorgrím Þráinsson og ljóð eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu) í annarri umferðinni. Í þriðju og síðustu umferð lásu þátttakendur ljóð að eigin vali.

Um tónlistaratriði sáu nemendur við Tónlistarskóla Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og ávarp flutti Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri. Í máli sínu lagði Páll Björgvin áherslu á mikilvægi þess fyrir sjálfsmynd ungs fólks og sjálfstraust að það hefði góð tök á móðurmálinu. Lestur geti í því sambandi gegnt lykilhlutverki.

Í dómnefnd upplestrarkeppninnar áttu sæti auk Halldóru, Guðmundur Hraunfjörð, Kjartan Glúmur Kjartansson og Þorlefiur Hauksson, sem jafnframt var formaður nefndinnar.

Að Stóru upplestrarkeppninni standa Heimili og skóli, Íslensk málnefnd, Háskóli Íslands, Kennarasamband Íslands, Rithöfundasamband Íslands, Samtök móðurmálskennara, Samtök forsöðumanna almenningsbókasafna og Íslandsbanki.

Fleiri myndir:
Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni á Austurlandi
Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni á Austurlandi

Frétta og viðburðayfirlit