mobile navigation trigger mobile search trigger
12.01.2024

Varðstjórar hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar

Slökkvilið Fjarðabyggðar auglýsir  lausar til umsókna tvær stöður varðstjóra. Um er að ræða 100% starf með starfsstöð á slökkvistöðinni á Hrauni á Reyðarfirði og ganga Varðstjórar vaktir samkvæmt skipulagi vaktkerfa slökkviliðs Fjarðabyggðar. Leitað er að áhugasömum aðilum sem leggja metnað í faglegt og gott starf þar sem traust og samheldni ríkir.

Helstu verkefni eru:

  • Ber ábyrgð á því að manna vakt og úthluta og stýra verkefnum hennar á hverjum tíma.
  • Ber ábyrgð á þeim starfsmönnum sem standa vaktina á hverjum tíma, stjórnar aðgerðum á vettvangi og sér um samskipti við aðra viðbragðsaðila.
  • Tekur þátt í eldvarnareftirliti.
  • Tekur þátt í fræðslu og sí- og endurmenntun.
  • Umhirðu húss, tækja og búnaðar og annarri þeirri vinnu er fellur til á slökkvistöð.
  • Slökkvistörf, sjúkraflutningar, æfingar, þjálfun.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði samanber reglugerð 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.
  • Menntun og reynsla af störfum slökkviliðs- og/eða sjúkraflutningamanna er skilyrði.
  • Hafa reynslu af stjórnun starfsmanna er æskileg.
  • Hafa faglega þekkingu á viðfangsefnum slökkviliðs og sjúkraflutninga.
  • Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd.
  • Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun (stúdentspróf) og reynslu.

Að auki þurfa umsækjendur að:

  • Standast læknisskoðun og þrekpróf.
  • Hafa jákvætt hugarfar.
  • Hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sýna fram á sterka leiðtogahæfileika.
  • Hafa getu til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
  • Sýna sjálfstæði og frumkvæði.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að hafa á sér gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu á miðsvæði Fjarðabyggðar.

Starfslýsing varðstjóri

Umsókn þarf að fylgja: Prófskírteini, læknisvottorð, ökuferilsskrá, ljósrit af ökuskírteini, almenn ferilsskrá og kynningarbréf. Umsækjendur eru beðnir um kynna sér inntökuskilyrði í starf í slökkviliðinu sem finna má á heimasíðu Fjarðabyggðar sem finna má með því að smella hér.

Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.  Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2024

Nánari upplýsingar veitir Júlíus Albert Albertsson slökkviliðsstjóri, julius@fjardabyggd.is eða í síma 470 9081.

Sótt er um starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit