Á fimmtudaginn hófst Verknámsvika VA og vinnuskóla Fjarðabyggðar. Nemendur sem voru að ljúka 9. bekk fá þar tækifæri til að kynnast iðnnámi í fimm daga á launum frá vinnuskólanum.
08.06.2014
Verknámsvika Fjarðabyggðar og VA
Á fimmtudaginn hófst Verknámsvika VA og vinnuskóla Fjarðabyggðar. Nemendur sem voru að ljúka 9. bekk fá þar tækifæri til að kynnast iðnnámi í fimm daga á launum frá vinnuskólanum. Vinnan fer fram í fjórum deildum skólans, málm-, tré-, hár- og rafdeildum undir leiðsögn kennara. Er þetta í annað sinn sem Verknámsvikan er haldin og er það von allra að þetta skemmtilega verkefni sé komið til þess að vera.