Alls söfnuðust kr. 315.700 í Jólasjóð Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur í góðgerðaruppboði, sem verslanir og þjónustuaðilar á Reyðarfirði gengust fyrir í Molanum nýlega.
Vel heppnað góðgerðaruppboð til stuðnings Jólasjóðnum
Alls söfnuðust kr. 315.700 í Jólasjóð Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur í góðgerðaruppboði sem verslanir og þjónustuaðilar á Reyðarfirði gengust fyrir í Molanum nýlega. Þetta er í fyrsta sinn sem Jólasjóðurinn nýtur stuðnings með þessu nýstárlega og skemmtilega móti.
Uppboðið fór fram fyrir troðfullum Mola á löngum föstudegi þann 12. des. sl. og var þá opið í flestum verslunum á Reyðarfirði til kl. 22:00.
Uppboðið hófst kl. 20:30, að undangenginni tískusýningu sem PEX og Veiðiflugan stóðu að. Boðnar voru upp vörur af fjölbreyttum stærðum og gerðum, þar á meðal Webber gasgrill og 450 lítra fiskabúr með öllu.
Fyrirtæki sem gáfu vörur í uppboðið voru Veiiflugan, PEX, Exító hár, Lyfja, BYKÓ, Rönning, N1, Olís, Brammer o.fl.
Af öðrum viðburðum langa föstudagsins má nefna að Hjá Marlín bauð í belgískar vöfflur og Hárstofa Sigríðar í jólaglögg. Þá voru ýmis tilboð í gangi hjá verslunum og þjónustuaðilum í tilefni dagsins.
Að sögn Sigrúnar Þórarinsdóttur, félagsmálastjóra Fjarðabyggðar, kemur ágóðinn af uppboðinu í góðar þarfir hjá Jólasjóðnum, en að honum standa auk félagsþjónustunnar Rauðakrossdeilddirnar í Fjarðabyggð og á Breiðdalsvík, Þjóðkirkjuan, Kaþólska krikja og Mæðrastyrksnefndin á Norðfirði.