mobile navigation trigger mobile search trigger
03.04.2015

Bretta- og frískíðagarðurinn tekur nýjan búnað í notkun

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, opnaði formlega á skírdag nýja og glæsilega aðstöðu í bretta- og frískíðagarðinum Oddsskarði. Var af því tilefni gengist fyrir veglegri hátíðradagskrá í garðinum í gær. Hér má sjá Pál Björgvina ásamt Birgi Erni Tómassyni hjá Brettafélagi Fjarðabyggðar.

Bretta- og frískíðagarðurinn tekur nýjan búnað í notkun
Páll Björgvin Guðmundsson og Birgir Örn Tómasson við opnunina í bretta- og frískíðagarðinum í Oddsskarði.

Páll Björgvin Guðmundsson opnaði formlega á skírdag nýja og glæsilega aðstöðu í bretta- og frískíðagarðinum Oddsskarði. Var af því tilefni gengist fyrir veglegri hátíðardagskrá í garðinum í gær. 

Auk þess sem haldin var reil- og djammkeppni í stökki, sýndu krakkar hjá Brettafélagið Fjarðabyggðar listir sínar á reilum og í stökki. Keppt var í tveimur aldurshópum kvenna og karla sem skiptust við 13 ára aldurinn og var dæmt út frá stíl, flugtíma, trikki og erfiðleikastigi. 

Vegleg verðlaun voru veitt fyri r þrjú efstu sætin. Að vel heppnaðri keppni lokinni var boðið upp á grillaðar pylsur og svala.

 

Uppfært 9.4.2015

 

Fleiri myndir:
Bretta- og frískíðagarðurinn tekur nýjan búnað í notkun
Bretta- og frískíðagarðurinn tekur nýjan búnað í notkun
Bretta- og frískíðagarðurinn tekur nýjan búnað í notkun

Frétta og viðburðayfirlit