mobile navigation trigger mobile search trigger
18.10.2024

Íbúafundur vegna ofanflóðahættu í Neskaupstað - Rýming og verklag

Íbúafundur verður haldinn í Nesskóla, Neskaupstað þriðjudaginn 22. október klukkan 20:00. Kynnt verður vinna verkefna frá síðasta íbúafundi og vinnustofum, ásamt endurskoðun rýmingarkorta, snjóflóðaeftirlits og verklags á rýmingu á Norðfirði.

Erindi verða frá Fjarðabyggð, lögreglunni á Austurlandi, Veðurstofu Íslands, Vegargerðinni og fleiri aðilum. 

Íbúafundur vegna ofanflóðahættu í Neskaupstað - Rýming og verklag

Dagskrá fundarins:

Fundarsetning: Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri

  1. Verkefni frá síðasta íbúafundi, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri
    Kynning á vinnu verkefna frá síðasta íbúafundi og vinnustofum.
  2. Ný rýmingarkort og snjóflóðaeftirlit (Jón Björn Hákonarson og Harpa Grímsdóttir)
    Kynning á endurskoðum rýmingarkortum og snjóflóðaeftirliti á Norðfirði.
  3. Verklag viðbragðsaðila í rýmingum
    Viðbragðsaðilar fara yfir verklag í rýmingum og hvað þarf að hafa í huga þegar húsnæði er yfirgefið, - skráning og fleira.
    Lögreglan: Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn
    Landsbjörg: Daði Benediktsson
    Rauði krossinn: Anna Sigríður Þórðardóttir
  4. Skíðasvæðin á Austurlandi-Kynning á eftirliti og viðbragðsáætlunum: Sigurjón Egilsson
  5. Lokanir vega, innanbæjar og utan, - verklag og mat. Kynning frá lögreglustjóranum á Vestfjörðum um áralangt samstarf Vegagerðar, lögreglu og Veðurstofu varðandi lokanir vega, bæði innanbæjar og utan, þegar snjóflóðahætta er til staðar.
  6. Farið yfir stöðu mála á Norðfirði. Vegagerð fer yfir stöðuna á Fagradal.
  7. Verðmætabjörgun í almannavarnaástandi
  8. Síldarvinnslan kynnir viðbragðsáætlanir, ef til kemur almannavarnarástand, til björgunar á verðmætum og atvinnutækjum.  

Spurningar og fundarslit

Frétta og viðburðayfirlit