mobile navigation trigger mobile search trigger
14.10.2024

Menntaþing, Bras, Fjölgreindaleikar og Forvarndardagurinn

Það hefur verið fjölbreytt dagskrá í grunnskólum Fjarðabyggðar það sem af er hausti. Má þar nefna Menntaþing, Bras, Fjölgreindarleikar og Forvarnadagurinn, svo eitthvað sé nefnt.  Valgeir Elís Hafþórsson, úr Nesskóla flutti upphafsræðu menntaþingsins ásamt öðrum nemanda úr öðrum skóla. Hægt er að horfa á ræðuna og lesa upplýsingar um menntaþingið hérna.

Menntaþing, Bras, Fjölgreindaleikar og Forvarndardagurinn

Í tilefni af Bras var í boði fjöldinn allur af listasmiðjum, má þar nefna leiklistasmiðja með Karita Hörpu Davíðsdóttur, sirkuslistasmiðja með Húlladúllunni Unni Maríu Máney og myndlistaheimar með Þórhildi Tinnu og Vikram. Var unglingastiginu í Nesskóla skipt upp í smiðjur sem rúlluðu yfir daginn. Gekk dagurinn vel og nemendur ánægðir með daginn.

Forvarnardagurinn fór fram, og var þetta í 19. sinn sem hann er haldinn. Hann er haldin á á hverju hausti fyrir nemendur í níunda bekk og á fyrsta ári í framhaldsskólum. Á Forvarnardeginum ræða nemendur um verndandi þætti gegn áhættuhegðun. Þar er lögð áhersla á samveru með fjölskyldu, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að leyfa heilanum að þroskast. Einnig er rætt um vellíðan og hvaða þættir skipta þar máli eins og félagsleg tengsl, svefn, hollt mataræði, hreyfing, vímuefnalaus lífstíll og veita því jákvæða í lífinu athygli.

Að sögn Sunnu, sem stýrði verkefninu í Nesskóla, stóðu krakkarnir í 9. SHÁ sig afar vel. 

Hérna er hægt að fá upplýsingar um forvarnardaginn.

Fjölgreindarleikarnir voru haldnir í fyrsta skipti í Nesskóla núna í vetur. Ástæða þeirra var námskeið sem margir umsjónakennarar fóru á í Uppeldi til ábyrgðar tvö. En eins og allir vita þá vinnur Nesskóli eftir þeirra stefnu. Til þess að allt gengi upp var öllum nemendum skólans skipt upp í 13 hópa frá 1. Til 10. bekk. 10. Bekkur fékk það ábyrgðarhlutverk að vera hópstórar og stýrðu hópunum á rétta staði og héldu utan um hópinn. Gekk það eins og í sögu hjá þeim. Samtals voru 26 stöðvar þ.e. 13 stöðvar á hverjum degi. Á stöðvunum var starfsmaður sem stýrði þrautunum. Hóparnir voru einnig saman í mat. Fóru mörg brosandi börn úr skólunum þennan dag svo það má svo sannarlega segja að þessir tveir dagar hafi gengið vel.

Fleiri myndir:
Menntaþing, Bras, Fjölgreindaleikar og Forvarndardagurinn
Valgeir að flytja ræðu á Menntaþingi haustið 2024

Frétta og viðburðayfirlit