Bæjarráð ásamt bæjarstjóra fundaði með stjórn Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) og framkvæmdastjóra þess 4. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir þau verkefni sem SÚN hefur styrkt í sveitarfélaginu í gegnum árin og rætt þau verkefni sem eru í gangi hjá SÚN eins og stækkun Múlans og ásamt þeim sem eru í farvatninu.
Bæjarráð tekur við gjöfum frá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað
Að auki afhenti SÚN Fjarðabyggð formlega tvær gjafir, endurbættan knattspyrnuvöll og nýjan heitapott í Stefánslaug og glervegg við heita pottinn. Nú geta gestir Stefánslaugar notið stórbrotið fjallaútsýni frá heita pottinum og sundlauginni. SÚN fjármagnaði einnig nýtt gervigras, ásamt nýrri flóðlýsingu, vökvunarkerfi og upplýsingaskjá. Hefur völlurinn fengið nafnið SÚN völlurinn. Heildarverðmæti gjafanna er um 272 milljónir króna.
„Ég vil færa Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) okkar dýpstu þakkir fyrir rausnarlega gjafir og styrki, sem hafa nýst vel til uppbyggingar í sveitarfélaginu. Þessi ómetanlega framlög hafa gert okkur kleift að efla æskulýðsmál og ýmis önnur verkefni sem stuðla að blómlegu samfélagi. SÚN hefur með þessu sýnt sanna samfélagsábyrgð og staðið þétt við bakið á íbúum.“ sagði Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs.
Guðmundur R. Gíslason framkvæmdastjóri SÚN sagði við við þetta tilefni: „Við hjá SÚN eru ákaflega stolt af því að geta gefið sveitarfélaginu svona myndarlegar gjafir. Stefánslaug er heilsulynd sem fólk á öllum aldri sækir og SÚN-völlurinn verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuna í Fjarðabyggð“
Ljóst er að þessar gjafir munu stórbæta íþróttaaðstöðu í Fjarðabyggð og þökkum við Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf!