Í síðustu viku sannaðist hið fornkveðna að margur er knár þótt hann sé smár. Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli tók þátt í ,,Svakalegu lestrarkeppni skólanna á Austurlandi" sem stóð í einn mánuð, frá 6. september til 6. október. Úrslit kepninnar voru kynnt í síðustu viku og er skemmst frá því að segja að Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli bar sigur úr bítum.
13.11.2024
Svakalega lestrarkeppni skólanna á Austurlandi
Hver nemandi skólans las að meðaltali 282 blaðsíður þennan mánuð sem er mjög góður árangur. ,,Við erum við virkilega glöð og stolt. Allir nemendur tóku þátt og verður þessi viðurkenning vonandi til þess að lestrinum verði vel sinnt það sem eftir lifir vetrar. Eljusemi leiðir af sér árangur." Sagði Björgvin Valur, kennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli.
Við óskum nemendum og kennurum innilega til hamingju með árangurinn!