mobile navigation trigger mobile search trigger
13.11.2024

Kuldaboli 2024

Kuldaboli var haldinn í Fjarðabyggðarhöllinni föstudaginn 11. október síðastliðinn fyrir nemendur í 8.-10. bekk grunnskóla á Austurlandi. Hátíðin býður unglingum að koma saman, breikka tengslanetið, prófa ýmsar tómstundir og skemmta sér á heilbrigðan hátt. Í ár var glímusmiðja, sjálfsvarnarnámskeið og akademísk smiðja í boði.

Kuldaboli 2024

Þóroddur Helgason leiddi glímusmiðjuna og kenndi unglingunum glímuspor. Sigurgeir Svanbergsson stóð fyrir sjálfsvarnarnámskeiðinu þar sem hann flutti forvarnarerindi gegn ofbeldi og kenndi sjálfsvörn. Akademíska smiðjan bauð upp á fjölbreytta leiki eins og stultur, gönguskíði, frisbígólf, fótbolta, skotbolta og fleira.

Hátíðin var full af gleði. DJ Tonytjokko þeytti skífum. Máni Franz og Valgeir Elís úr Nesskóla héldu uppi stemmingu með skemmtilegum söngatriðum. Einnig mættu Clubdub og skemmtu krökkunum.

Félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar vilja þakka öllum ungmennum og starfsfólki sem tóku þátt í Kuldabola. Hátíðin tókst einstaklega vel og við vonum að hún hafi skilið eftir sig sterk tengsl milli ungmenna um allt Austurland.

Við erum þakklát fyrir styrki frá fyrirtækjum, en styrkir bárust frá Alcoa, Eimskip, Sparisjóðnum, Héraðsverk og GG þjónustu.

Fleiri myndir:
Kuldaboli 2024
Kuldaboli 2024
Kuldaboli 2024
Kuldaboli 2024

Frétta og viðburðayfirlit