mobile navigation trigger mobile search trigger
07.11.2024

VA hlýtur íslensku menntaverðlaunin

Verkmenntaskóli Austurlands hlaut íslensku menntaverðlaunin 2024 í flokki iðn- og verkmenntunar fyrir að efna til samstarfs við grunnskólana í Fjarðabyggð um framboð á fjölbreyttum verklegum valgreinum. Skólastjórinn og aðstoðarskólastjórinn tóku við viðurkenningu vegna þess við formlega athöfn á Bessastöðum.

VA hlýtur íslensku menntaverðlaunin
Verðlaunahafarnir með forseta Íslands eftir athöfnina á Bessastöðum.

Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í fimm flokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf, framúrskarandi kennslu, hvatningarverðlaun, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun.

Verðlaunin sem VA hlaut eru veitt að frumkvæði Samtaka iðnaðarins, tilgangur þeirra er að vekja sérstaklega athygli á framúrskarandi starfi, verki eða öðru framlagi til iðn- og verkmenntunar. Sérstaklega eftirtektarvert þótti vel heppnað verkefni VA og grunnskóla Fjarðabyggðar sem gefur nemendum elstu bekkja grunnskóla færi á að velja sem valfag að heimsækja og kynna sér hinar ýmsu námsgreinar VA tiltekinn tíma á haustin. Hugmyndin að opna augu þeirra fyrir fleiri spennandi námsmöguleikum að grunnskóla loknum. Sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins. 

Samstarfi VA og grunnskólanna í Fjarðabyggð hófst árið 2021 að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk allra grunnskóla í Fjarðabyggð 32 kennslustundir á hverju skólaári í iðn- og starfsnámsgreinum. Verkefnið hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda i Fjarðabyggð og gott tækifæri til að kynna þeim fyrir námi í iðn- og starfgreinum. Sem hefur orðið til þess að umsóknum í iðn- og verkgreinar við VA hefur fjölgað og að sama skapi fengum nemendur úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar tækifæri til að koma saman og kynnast. 

Verkefnið hefur hlotið styrk úr Sprotasjóði og Alcoa, auk stuðnings frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Meðal námskeiða sem nemendum hefur verið boðið að taka eru Fab Lab, húð og hár, myndbandsgerð, listaakademía, trésmíði, rafmagnsfræði, málm- og véltækni og bifreiðar. Hver nemandi velur sér tvær greinar og fá nemendur alla jafna þær greinar sem þau kjósa helst.

Sannarlega glæsilegur árangur og við óskum starfsfólki VA hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna!

Nánar um Menntaverðlaunin á vef VA

Fleiri myndir:
VA hlýtur íslensku menntaverðlaunin
Mynd: VA. Birgir Jónsson, aðstoðarskólameistari og Eydísi Ásbjörnsdóttir, skólameistari VA ásamt Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins við afhendingu verðlaunanna.
VA hlýtur íslensku menntaverðlaunin
Mynd: VA Halla Tómasdóttir ásamt Eydísi og Birgi við afhendingu verðlaunanna á Bessastöðum

Frétta og viðburðayfirlit