mobile navigation trigger mobile search trigger
16.10.2024

Hring­vegur um Fagra­dal – SMS-þjón­usta Vega­gerðar­innar

Vegagerðin mun í haust hefja sendingar á SMS-boðum um snjóflóðahættu til vegfarenda á Hringvegi (1) um Fagradal. Vegfarendur sem þess óska geta gerst áskrifendur að þessum viðvörunum. Sérstaklega er því beint til þeirra sem fara oft um veginn, vegna atvinnu sinnar, skólasóknar eða af öðrum ástæðum, að nýta sér þessar viðvaranir.

Hring­vegur um Fagra­dal – SMS-þjón­usta Vega­gerðar­innar

Um er að ræða eftirfarandi stig vegna snjóflóðahættu:

  • A:  varað er við snjóflóðahættu á næstu klukkustundum.
  • B:  lýst yfir óvissustigi, sem þýðir að snjóflóðahætta er viðvarandi og vegfarendur hvattir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.
  • C:  lýst yfir hættustigi, veginum lokað.
  • D:  hættustigi aflýst og vegurinn opinn.

Vegfarendur sem vilja skrá sig á SMS-listann er bent á að senda ábendingu inn á vegagerdin.is þar sem taka þarf fram nafn og gsm númer. Einnig er hægt að hafa samband við upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, eða senda tölvupóst á netfangið  umferd@vegagerdin.is.

Frétta og viðburðayfirlit