mobile navigation trigger mobile search trigger
15.10.2024

Æfing hjá Fjarðabyggðarhöfnum á morgun

Varðskipið Þór kom til hafnar á Reyðarfirði í gær, mánudaginn 14.október.  Tilefnið er að á morgun, miðvikudag, verður haldin mengunarvarnaæfing á Reyðarfirði.  Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa og Fjarðabyggðarhafnir standa fyrir þessari sameiginlegu æfingu ásamt því að Heilbrigðiseftirlit Austurlands og slökkvilið Fjarðabyggðar taka þátt. 

Æfing hjá Fjarðabyggðarhöfnum á morgun
Varðskipið Þór

Umhverfisstofnun hefur haft yfirumsjón með skipulagningu æfingarinnar sem er hluti af árlegri æfingaáætlun Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar.

Reiknað er með því að æfingin hefjist um kl. 10:00 og standi fram eftir degi þann 16.október en æfingin fer bæði fram á landi og utan við hafnarkantinn Ellið á Reyðarfirði. Á æfingunni verður varðskipið Þór og dráttarbáturinn Vöttur að störfum og er æfingin einnig liður í því að þjálfa starfsmenn hafnarinnar í notkun mengunarvarnabúnaðar hafnarinnar og æfa sameiginlegt viðbragð allra viðbragðsaðila ef upp kemur stórt mengunaróhapp innan eða í nágrenni við Fjarðabyggðarhafnir.

Frétta og viðburðayfirlit