mobile navigation trigger mobile search trigger
17.10.2024

Öruggara Austurland

Mánudaginn 14. október fór fram samráðsfundur vegna verkefnisins ,,Öruggara Ausutrland" á Reyðarfirði. Verkefnið hefur þa markmið að vinna sameiginlega gegn ofbeldi og öðrum afbrotum með markmiðum og aðgerðum sem byggðar eru á svæðisbundnum aðstæðum á Austurlandi. 

Öruggara Austurland
Mynd: Ausutrbrú

Verkefnið Öruggara Austurland var sett á stofn fyrir rúmu ári síðan en þar skuldbatt fjöldi mismunandi aðila sig til að vinna saman gegn ofbeldi og öðrum afbrotum í fjórðungnum og þannig auka velsæld íbúa. Þar á meðal öll sveitarfélögin, framhaldsskólarnir, Austurlandsprófastsdæmi, lögregla og sýslumaður auk Heilbrigðisstofnunar Austurlands og UÍA.

Dagskrá fundarins var tvískipt, fyrri hluti fundarins fjallaði um farsældina, eflingu og innleiðingu hennar á Austurlandi en þar voru haldin erindi bæði frá Múlaþingi og Fjarðabyggð sem þjónusta stóran hluta umdæmisins. Í síðari hlutanum var farið sérstaklega yfir innleiðingu á verklagi vegna heimilisofbeldis sem verið er að samhæfa og samþætta. 

Í nýjasta þætti hlaðvarps Austurbrúar er fjallað um samráðsvettvanginn „Öruggara Austurland“ sem hefur það markmið að vinna sameiginlega gegn ofbeldi og öðrum afbrotum með markmiðum og aðgerðum sem byggðar eru á svæðisbundnum aðstæðum á Austurlandi.

Nálgat má þáttinn hér: Hlaðvarp Austurbrúar

Frétta og viðburðayfirlit