mobile navigation trigger mobile search trigger
07.11.2024

Nýr slökkviliðsstjóri ráðinn

Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Ráðning Ingvars var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 28. október sl.

Nýr slökkviliðsstjóri ráðinn
Ingvar Georg Georgsson

Staða slökkviliðsstjóra var auglýst laus til umsóknar þann 9. september sl. og lauk umsóknarfresti þann 13. október. Alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna og voru þrír aðilar boðaðir í viðtöl vegna starfsins. Niðurstaða ferilsins voru að bjóða Ingvari Georg starf slökkvliðisstjóra.

Ingvar Georg hefur mikla starfsreynslu og hefur starfað við slökkviliðs- og sjúkraflutninga um árabil. Á þeim tíma hefur Ingvar starfað við þjálfunarmál og verið stjórnandi hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og Brunavörnum Suðurnesja auk þess sem hann hefur reynslu af störfum fyrir Landssamband slökkviliðsmanna.

Ingvar Georg mun taka til starfa þann 1. febrúar 2025.

Frétta og viðburðayfirlit