mobile navigation trigger mobile search trigger
30.10.2014

Ein stærsta framkvæmd Fjarðabyggðarhafna

Stækkun Norðfjarðarhafnar sækist vel fram. Framkvæmdin er á áætlun og verður lokið við þriðja og stærsta verkhlutann í desember næstkomandi að öllu óbreyttu.

Ein stærsta framkvæmd Fjarðabyggðarhafna
Stækkun Norðfjarðarhafnar. Myndin var tekin í september á síðasta ári.

Stækkun Norðfjarðarhafnar sækist vel fram. Framkvæmdin er á áætlun og verður lokið við þriðja og stærsta verkhlutann í desember næstkomandi að öllu óbreyttu.

Ráðist var í stækkun Norðfjarðarhafnar í ljósi vaxandi umsvifa, sem hafa smám saman verið að sprengja núverandi umgjörð utan af sér, en höfnin er ásamt Vestmannaeyjarhöfn stærsta fiskihöfn landsins í lönduðum afla.

Fjallað var um stækkun Norðfjarðarhafnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, en á meðal þess sem framkvæmdirnar fela í sér er flutningur smábátahafnar, færsla á varnargarði og lenging á stálþili.

Verkhlutar eru alls fimm og verður hafist handa við fjórða og fimmta hlutann á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki næsta haust.

Framkvæmdin er ein sú stærsta sem Fjarðabyggðarhafnir hafa tekist á hendur og nemur fjárfesting hafnanna í verkinu um 600 milljónum króna.

Sjá frétt Stöðvar 2 um stækkun Norðfjarðarhafnar

Fleiri myndir:
Ein stærsta framkvæmd Fjarðabyggðarhafna

Frétta og viðburðayfirlit