mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2015

Fortitude fer vel af stað

Spennuþáttaröðin Fortitude hóf í gær göngu sína á Sky Atlantic. Fyrstu viðbrgöð gagnrýnenda lofa góðu um framhaldið. Þættirnir verða teknir til sýningar á RÚV þann 5. febrúar nk.

Fortitude fer vel af stað

Spennuþátttaröðin Fortitude hóf göngu sína á Sky Atlantic í gær. Fyrstu viðbrögð gagnrýnenda eru öll á einn veg og lofa þeir nánast allir sem einn íslenska hluta þáttanna sem stórfenglegan. Telja sumir m.a.s. að með þessu nýstárlega staðarvali hafi margþvælt frásagnarform morðgátunnar gengið beinlínis í endurnýjun lífdaga. 

Íslenski hlutinn var tekinn upp á Austfjörðum, með Reyðarfjörð og Eskifjörð í forgrunni, og fóru fyrstu tökur af stað á Reyðarfirði um þetta leyti í fyrra. 

Gagnrýnandi heimasíðunnar A.V.Club, Kate Kulzick, segir sem dæmi að Fortitude skeri sig strax í upphafi úr öðrum dæmigerðum morðgátuþáttum, með frábæru staðarvali. Þá hefur leikaravalið að hennar mati ekki síður tekist vel og nefnir hún sérstaklega Richard Dormer úr Game of Thrones og dönsku leikkonuna Sofie Gråbøl, úr Forbrydelsen. Þá fer Den of Geek einnig lofsamlegum orðum um Austfirðina og enda þótt gagnrýnandi The Guardian haldi alveg vatni yfir persónusköpun og söguþræði Fortitude, þá fer hrifning hans á staðsetningu þáttanna ekki  á milli mála. 

Einnig vekur athygli að tæpur helmingur eða 47,7% þeirra sem hafa gefið þáttaröðinni einkunn á IMDb, Internet Movie Database, gefur henni fullt hús stiga eða 10 í einkunn.

Nálgast má stiklur úr þáttunum og kynningu víða á netinu, þar á meðal á vef Sky Atlantic.

Hér að neðan má sjá ýmsar kynningarmyndir af netinu. Auk Richard Dromer og Sofie Gråbøl fara hinir þrautreyndu leikarar Stanely Tucchi og Michael Gambon með veigamikil hlutverk.

Fleiri myndir:
Fortitude fer vel af stað
Fortitude fer vel af stað
Fortitude fer vel af stað
Fortitude fer vel af stað
Fortitude fer vel af stað
Fortitude fer vel af stað
Fortitude fer vel af stað

Frétta og viðburðayfirlit