Veik berglög hafa tafið fyrir framkvæmdum við Norðfjarðargöng og seinkar það gegnumbroti aðeins. Hefur ekki áhrif á framkvæmdatímann og er enn stefnt að skilum á göngunum fullfrágengnum 1. september 2017.
Framkvæmatími óbreyttur þrátt fyrir tafir
Veik berglög hafa tafið fyrir framkvæmdum við Norðfjarðargöng og er af þeim sökum gert ráð fyrir að gegnumbroti seinki aðeins. Síðasta sprenging var áætluð um mitt þetta ár, en úr því sem komið er verður haftið líklega ekki rofið fyrr en undir lok september. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Til að vinna upp þesar tafi hefur verið ákveðið að lengja framkvæmdatímann Fannardalsmegin út apríl, en gangurinn í framkvæmdum hefur verið jafnari þeim megin en Eskifjarðarmegin vegna veiku berglaganna. Þau valda því að ekki er unnt að taka lengri færur en 2 til 2,5 metra í einu, auk þess sem koma verður fyrir umfangsmiklum styrkingum. Við kjöraðstæður tekur hver færa um 5 metra.
Jarðvegsefni úr göngunum hefur verið nýttur til ýmissa verka og má þar nefna uppfyllingar og snjóflóðavarnagarðar. Lengin framkvæmdastímans kemur sér að því leyti vel, að reisa á lítinn snjóflóðavarnargarð Norðfjarðarmegin, í Sörlagili. Þá hefur Fjarðabyggð óskað eftir að fá meira jarðvegsefni Norðfjarðarmegin vegna framkvæmda á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað.
Það má svo hafa til marks um góðan gang í framkvæmdnunum á heildina litið, að þrátt fyrir þessar tafir er ekki reiknað með að lokadagur breytist. Enn er því stefnt að skilum á göngunum fullfrágengnum 1. september árið 2017, að því gefnu að ekkert óvænt komi upp á.
Búið er að grafa rúm 73% ganganna eða 5.535 metra alls.