Upplýsingaskilti um sögu, náttúru og lífríki svæðisins hefur verið sett um við áningarstaðinn að Hólmahálsi. Einnig hefur verið unnið við stígagerð.
21.05.2015
Framkvæmdir við Hólmaháls
Áningastaðurinn hefur á síðustu árum verið bættur, hellulagðir stígar og hlaðinn vegur. Þá unnu sjálfboðaliðar í stígagerð inni á svæðinu síðastliðið sumar.
Svæðið er kjörið útivistarsvæði og ákjósanlegt til kennslu og náttúrufræðslu enda er landslag og lífríki þar fjölbreytt og jarðfræðin áhugaverð. Af öðru áhugaverðu á svæðinu má nefna Völvuleiðið ofar í Hólmahálsinum og stríðsminjar frá seinni heimsstyrjöldinni.