mobile navigation trigger mobile search trigger
18.02.2015

Gleðilegan öskudag!

Öskudaginn fyllir glaðvær söngur afgreiðslu bæjarskrifstofunnar þegar uppábúin börnin streyma að og að sjálfsögðu fá þau smávegis gott að launum. 

Gleðilegan öskudag!

Öskudaginn fyllir glaðvær söngur afgreiðslu bæjarskrifstofunnar þegar börnin streyma uppábúin að og að sjálfsögðu fá þau smávegis gott að launum. Hér má sjá nokkra af hópum dagsins, sem áttu það allir sammerkt að flytja söngatriði sem voru hvert öðru glæsilegra.

Til gamans eru hér að neðan birtir nokkrir söngvar sem tileinkaðir eru öskudeginum:

Öskudagur  (Lag: Við erum söngvasveinar)

Á öskudegi fer ég með öskupoka af stað
og elti menn og konur sem ekki vita um það.
Hengi svo poka á hinn og þennan sem ég næ
lauma á poka, læðist burt og hlæ.
Svo dingla þeir þarna pokarnir, pokarnir, pokarnir.
Svo dingla þeir þarna pokarnir húllum hæ.

Allir hlæja á öskudaginn  (Lag: Jólasveinar einn og átta)

Allir hlæja á öskudaginn
ó hve mér finnst gaman þá.
Hlaupa lítil börn um bæinn
bera poka til og frá.

Fleiri myndir:
Gleðilegan öskudag!
Gleðilegan öskudag!
Gleðilegan öskudag!
Gleðilegan öskudag!
Gleðilegan öskudag!
Gleðilegan öskudag!
Gleðilegan öskudag!
Gleðilegan öskudag!
Gleðilegan öskudag!

Frétta og viðburðayfirlit