Starfshópur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar heldur opinn kynningarfund um fyrirliggjandi tillögur hópsins. Fundurinn fer fram í menningarsal Sköpunarmiðstöðvarinnar 5. mars nk. kl. 20:00.
02.03.2015
Opinn kynningarfundur á Stöðvarfirði
Starfshópur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar heldur kynningarfund um fyrirliggjandi tillögur í menningarsal Sköpunarmiðstöðvarinnar fimmtudaginn 5. mars nk. kl. 20:00.
Hópurinn tók til starfa í lok nóvember og kallaði strax í upphafi eftir góðri samvinnu íbúa, hélt hugmyndafund, sendi út íbúakönnun og bauð uppá opnar símalínur og tölvupóstssamskipti.
Hópurinn mun á næstu dögum skila ákveðnum tillögum til bæjarráðs Fjarðabyggðar en langar fyrst að bera þær undir íbúa til rýnis og umræðu.
Léttar veitingar í boði.
Allir velkomnir.