Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hefur hlotið útnefningu til Eyrarrósarinnar 2015, en alls eru 10 framúrskarandi menningarverkefni tilnefnd. Dorrit Moussaieff, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir þessa eftirsóttu viðurkenningu þann 4. apríl nk.
Sköpunarmiðstöðin tilnefnd til Eyrarrósarinnar
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hefur hlotið útnefningu til Eyrarrósarinnar 2015, en alls eru 10 framúrskarandi menningarverkefni tilnefnd. Dorrit Moussaieff, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir þessa eftirsóttu viðurkenningu þann 4. apríl nk.
Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standaByggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.
Auk Sköpunarmiðstöðvarinnar voru tilefnd Braggast á Sólstöðu, Ferskir vindar, Frystiklefinn, Listasafn Árnesinga, Listasafnið á Akureyri, Nes Listamiðstöð, Orgelsmiðjan á Stokkseyri, Verksmiðjan á Hjalteyri og Þjóðlagasetrið á Siglufirði.
Árið 2011 var farið af stað með Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði. Hugmyndafræði miðstöðvarinnar byggir á sjálfbærni og að nýta samlegðaráhrif skapandi einstaklinga og verkstæða. Með því skapast aðstæður þar sem þekkingarmiðlun og samvinna á sér stað milli greina með tilheyrandi nýsköpun með það að markmiði að til verði áhugaverð störf skapandi greina.
Sköpunarmiðstöðin er til húsa í gamla frystihúsinu á Stöðvarfirði og hefur frá árinu 2011 staðið þar að kraftmikilli uppbyggingu þvert á hinar ýmsu greinar skapandi lista.
Nánar um tilnefningar til Eyrarrósarinnar 2015