Í tilefni af alþjóðlega snjódeginum er verður frítt á skíði í boði Skíðamiðstöðvarinnar Oddsskarði og Skíðafélags Fjarðabyggðar sunnudaginn 18. janúar. Þjálfarar skíðafélagsins aðstoða byrjendur og boðið verður frítt upp á kakó og kaffi í skíðaskálnum.
16.01.2015
Snjór um víða veröld í Oddsskarði
Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði og Skíðafélag Fjarðabyggðar bjóða öllum frítt í Austufirsku Alpana sunnudaginn 18. janúar, í tilefni af alþjóðlega snjódeginum - "World Snow Day".
Þjálfarar skíðafélagsins aðstoða byrjendur á skíðum og brettum og boðið verður upp á frítt kakó og kaffi í skíðaskálanum.
Allir eru hvattir til þess að mæta í fjallið og eiga skemmtilegan snjódag með fjölskyldu og vinum.