mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2025

Fjöldi blóta í Fjarðabyggð

Þá er þorrinn genginn í garð og með honum fylgja hin árlegu þorrablót. En fjöldi slíkra blóta eru í Fjarðabyggð. Um síðustu helgi voru haldin þrjú blót, þorrablót Reyðfirðinga var haldið á föstudeginum í íþróttahúsi Reyðfirðinga, þorrablót Eskfirðinga og sveitablót Norðfirðinga var svo haldið á laugardeginum í Valhöll, Eskifirði og í Egilsbúð, Neskaupstað. 

Fjöldi blóta í Fjarðabyggð

Þann 10. janúar héldu Fáskrúðsfirðingar sitt hjónaball. Um komandi helgi verður svo hið víðfræga kommablót í Neskaupstað, en það er haldið í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Svo munu Breiðdælingar halda sitt þorrablót í Frystihúsinu, þann 22. febrúar. 

Frétta og viðburðayfirlit