mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2024

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun

Fjarðabyggð hefur útnefnt íþróttamanneskju ársins 2024 og veitt hvatningarverðlaun til tveggja efnilegra og fyrirmyndar íþróttamanna. Þetta er liður í því að viðurkenna frábæran árangur og hvetja áfram unga iðkendur sem sýna metnað, elju og gott fordæmi í íþróttastarfinu.

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun
Hrefna Lára Zoéga, Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar ásamt Ragnari Sigurðssyni, formaður fjölskyldunefndar og Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri.

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024

Hrefna Lára Zoéga úr Skíðadeild Þróttar – SFF var valin íþróttamanneskja ársins 2024. Hún hefur náð glæsilegum árangri í skíðaíþróttum, bæði innanlands og á vegum unglingalandsliðs SKÍ. Hrefna Lára varð meðal annars bikarmeistari Skíðasambands Íslands í flokki 14–15 ára stúlkna og vann til fjölda verðlauna á bikarmótum SKÍ, Unglingameistaramóti og Unglingalandsmóti. Hún hefur sýnt óbilandi keppnisskap, dugnað og framúrskarandi fyrirmyndarhegðun sem hefur haft hvetjandi áhrif á aðra iðkendur.

Hvatningarverðlaun Fjarðabyggðar 2024

Hvatningarverðlaunin hlutu tveir ungir íþróttamenn sem stíga stór skref í sinni íþrótt, hvort heldur er í starfi félagsins eða á landsvísu.

  1. Árndís Eva Arnórsdóttir – Körfubolti (Hrafnkell Freysgoði)
    Árndís Eva er þekkt fyrir jákvæðni, metnað og óþreytandi leit að framförum. Hún leggur sig alla fram á æfingum sem og í leikjum og hefur verið leiðandi afl innan körfuboltastarfsins. Hún er kappsöm og hvetur félaga sína áfram með góðu fordæmi.
  2. Daníel Michal Grzegorzsson – Fótbolti (Valur)
    Daníel, sem nýverið var valinn í U15 landslið Íslands og á að baki þrjá landsleiki, hefur verið lykilmaður í byrjunarliði KFA. Hann býr yfir miklum styrk og réttum hugarfari, bæði innan vallar og utan, og hefur blómstrað í hlutverki sínu. Daníel er fyrirmynd fyrir aðra unga fótboltamenn og hvetur þá áfram með jákvæðni og vinnusemi.

Tilnefningar íþróttamanneskju Fjarðabyggðar 2024

  • Hrefna Lára Zoéga – Skíðadeild Þróttar SFF
  • Þórður Páll Ólafsson – Glímudeild Vals
  • Ásdís Olsen Eðvaldsdóttir – Skíðadeild Austra
  • Stefán Sveinsson – Hestamannafélagið Blær

Tilnefningar til hvatningarverðlauna Fjarðabyggðar 2024

Þróttur

  • Valgeir Elís Hafþórsson (15 ára) – Blak
  • Róza Madhara (15 ára) – Sund

Austri

  • Þórir Rúnar Valgeirsson (14 ára) – Fótbolti
  • Katrín María Jónsdóttir (15 ára) – Skíði

Hrafnkell Freysgoði

  • Árndís Eva Arnórsdóttir (13 ára) – Körfubolti
  • Birgir Hrafn Valdimarsson (13 ára) – Karate

Leiknir

  • Jason Eide Bjarnason (13 ára) – Skíði
  • Emilía Björk Ulatowska (15 ára) – Blak

Valur

  • Rakel Lilja Sigurðardóttir (15 ára) – Fótbolti og skíði
  • Daníel Michal Grzegorzsson (15 ára) – Fótbolti

Hestamannafélagið Blær

  • Hrafnhildur Lilja Stefánsdóttir (14 ára)

Við óskum öllum sem voru tilnefndir hjartanlega til hamingju með frábæran árangur og þökkum þeim fyrir að vera mikilvægir fulltrúar íþróttastarfs Fjarðabyggðar.

Fleiri myndir:
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun
Þórður Páll Ólafsson, Ragnar Sigurðsson og Jóna Árný Þórðardóttir
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun
Margrét Bjarnadóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd Ásdísar Olsen Eðvaldsdóttur
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun
Stefán Sveinsson frá Blæ, ásamt Ragnari Sigurðssyni og Jónu Árný Þórðardóttur.
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun
Daníel Michal Grzegorzsson, Ragnar Sigurðsson og Jóna Árný Þórðardóttir
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun

Frétta og viðburðayfirlit