mobile navigation trigger mobile search trigger
21.01.2025

Líneik Anna Sævarsdóttir ráðin í stöðu stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu

Líneik Anna Sævarsdóttir hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu. Staða stjórnanda fræðaslumála og skólaþjónustu var auglýst laus til umsóknar þann 28. nóvember síðastliðinn og lauk umsóknarfresti þann 23. desember. Tvær umsóknir bárust um stöðuna. 

Líneik Anna Sævarsdóttir ráðin í stöðu stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu
Líneik Anna Sævarsdóttir

Líneik Anna var áður alþingismaður og er heldur ekki ókunn skólamálum í Fjarðabyggð en hún starfaði áður sem kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði, framkvæmdarstjóri Fræðslunets Austurlands og verkefnastjóri hjá Austurbrú. Einnig sat hún í sveitarstjórn Búðarhrepps og Austurbyggðar, ásamt ýmsum nefndum og ráðum sveitarfélagsins. 

Líneik Anna hefur lokið BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands, prófi í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og diploma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. 

Líneik Anna kemur til starfa með vorinu. 

Við óskum Líneik Önnu til hamingju með starfið og bjóðum hana hjartanlega velkomna. 

Frétta og viðburðayfirlit