mobile navigation trigger mobile search trigger
02.01.2025

Menningarstofa þakkar fyrir góðar stundir árið 2024.

Árið 2024 var annasamt ár á Menningarstofu og hefði það ekki heppnast svo vel án samstarfsaðila, styrktaraðila og stuðningi samfélagsins. Það tekur heilt þorp og því eru starfsmenn Menningarstofu afar þakklátir.

Menningarstofa þakkar fyrir góðar stundir árið 2024.

Menningarstofa þakkar gestum og þátttakendum fyrir góðar stundir, samveruna og samstarfið á ótal viðburðum á árinu 2024. Myndirnar í þessu örstutta myndbandi fanga aðeins brota brot af þeim töfrum sem áttu sér stað í Fjarðabyggð á árinu sem var að ljúka. Á því má þó sjá hversu fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum skólastigum og fjölskyldur þeirra, ungmenni og fullorðna. Innsævi, BRAS - menningarhátíð barna og ungmenna, laga- og tónsmiðju fyrir Upptaktinn í Hörpu, árlega sinfoníutónleika Sinfoníahljómsveitar Austurlands svo eitthvað sé nefnt. En menning, tónlist og listir verða áfram í hávegum höfð árið 2025 og metnaðarfull dagskrá er í mótun fyrir árið framundan. Hlökkum til að sjá ykkur og vera í samtali.

Frétta og viðburðayfirlit