Gjaldfrjáls rannsóknardvöl fyrir listamenn til að dvelja í allt að 8 vikur í Þórsmörk á Norðfirði á tímabilinu 15 mars - 15 október 2025. Umsóknir skal senda á menningarstofa@fjardabyggd.is fyrir umsóknarfrest sem er 20.febrúar 23:59.
Opið fyrir umsóknir - Þórsmörk listamannasetur
Rannsóknardvalir eru skipulagðar í samstarfi við Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði. Áhersla er lögð á staðbundnar rannsóknir listamanna sem kanna meðal annars náttúruna, náttúruafurðir, umhverfi, sögu handverks og frásagnir íbúa í Fjarðabyggð. Listamenn sem eru búsettir á Íslandi eru hvattir til að sækja um.
Fyrir hverja
Listamenn og hönnuði sem starfa í öllum miðlum, sýningarstjóra eða rannsakendur á sviði lista, menningar og matargerðar. Einstaklingar eða tvíeyki eru umsóknarhæf til rannsóknardvalar – þrír listamenn geta sótt um saman sem hópur en þá þyrfti að semja sérstaklega um gistipláss og fleira.
Gisting og vinnurými
Listamennirnir dvelja í Þórsmörk – Þiljuvöllum 11, 740 Neskaupstað. Listamönnum í rannsóknardvöl Þórsmarkar er boðið upp á herbergi og sameiginlega aðstöðu fyrir eldamennsku, stofu og vinnurými. Svefnherbergi og vinnustofa eru á annarri hæð Þórsmarkar og deila listamenn salerni og eldhúsi með starfsmönnum Menningarstofu Fjarðabyggðar.
Auk vinnuaðstöðu á efri hæð Þórsmarkar stendur listamönnum til boða að vinna í og halda viðburði og sýningar í húsinu öllu en þar eru sýningarsalir og samkomueldhús á jarðhæðinni. Þórsmörk er með silfursmiðju í kjallaranum en hún er aðeins aðgengileg með leyfi silfurskottanna í Þórsmörk og þá þurfa listamenn að koma með eigið efni. Listamenn geta einnig farið eftir samkomulagi í Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði til að nýta þar aðstöðu á borð við keramíkvinnustofu og smíðaverkstæði.
Skilyrði rannsóknardvalar
Listamenn sem dvelja í Þórsmörk eru skyldugir til að halda a.m.k. 2 - 4 viðburði fer eftir lengd 4 eða 8 vikur. Það geta verið allskyns uppákomur svo sem að kynna verk sín í opinni vinnustofu, listamannaspjalli eða halda sýningu í samráði við starfsfólk Menningarstofu. Einnig eru listamenn hvattir til að skipuleggja námskeið fyrir íbúa Fjarðabyggðar og þá greiðir Menningarstofa leiðbeinandakostnað og efniskostnað smiðjunnar. Menningarstofa aðstoðar listamenn í að kynnast nærumhverfi sínu, ákveðnum rannsóknarefni og kynna verk sín fyrir samfélaginu.
Lengd
4 til 8 vikur á tímabilinu 15. mars til 15. október. Úthlutun tímabila fer svo eftir samkomulagi ef að umsækjandi nær brautargengi.
Kostnaður
Ferðakostnaður, verkefnakostnaður, og máltíðir greiðast af listamanninum. Rannsóknardvölin er ókeypis fyrir listamenn sem hljóta samþykkta umsókn. Innifalið í dvölinni er svefnrými, vinnustofa, sýningar- og viðburðarými og faglegur stuðningur frá starfsfólki Menningarstofu Fjarðabyggðar.
Umsókn
Tekið er á móti umsóknum í gegnum opið kall einu sinni á ári, í byrjun árs á emailið menningarstofa@fjardabyggd.is. Árið 2025 er umsóknarfrestur til 20 febrúar.
Umsóknirnar verða skoðaðar af nefnd sem samanstendur af stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar, forstöðumanni hennar og umsjónarmanni rannsóknardvala.
Viðmið við yfirferð umsókna: listrænt gildi tillögu umsækjanda; skýrt skilgreint staðbundið rannsóknarefni og virkjun samfélagsins er kostur; sönnun um hæfni umsækjanda til að starfa sjálfstætt að rannsóknarefni. Til að tryggja jafnræði við val okkar á listafólki, leggjum við áherslu á þátttöku einstaklinga úr minnihlutahópum í samfélaginu.
Fyrir frekari upplýsingar og aðrar fyrirspurnir hafið samband við menningarstofa@fjardabyggd.is