mobile navigation trigger mobile search trigger
09.01.2025

Fulltrúar Ungmennafélags Íslands mættu á fund bæjarráðs

Bæjarráð Fjarðabyggðar fékk góða gesti frá UMFÍ á síðasta fundi sínum (6. janúar). Á fundinn mættu Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ og Erla Gunnlaugsdóttir, svæðisfulltrúi ÍSÍ og UMFÍ. Á fundinum voru ýmis mál rædd tengd íþróttastarf. Má þar nefna þátttöku í íþróttastarfi áskornir í starfi íþróttafélaga og iðkenda og fleiri þætti. Eins hversu áberandi er sá þungi í ferðakostanði sem leggst á íþróttaiðkendur sem búsettir eru á landsbyggðinn. 

Fulltrúar Ungmennafélags Íslands mættu á fund bæjarráðs
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, Stefán Þór Eysteinsson, bæjarfulltrúi, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Ragnar Sigurðsson formaður bæjarráðs, Erla Gunnlaugsdóttir, svæðisfulltrúi ÍSÍ og UMFÍ, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ

Þess má svo geta að Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina í byrjun ágúst og verður það í þriðja skiptið sem þetta risamót fer fram á Egilsstöðum. Þar reyna með sér ungmenni frá 11 til 18 ára aldri í hinum ýmsu íþróttagreinum. Búast má við um og yfir 1000 þátttakendum og heildargestafjöldi gæti farið yfir tíu þúsund manns. 

Frétta og viðburðayfirlit