mobile navigation trigger mobile search trigger
14.01.2025

Úthlutun úr jólasjóð Fjarðabyggðar

Undanfarin ár hafa Rauði Krossinn, þjóðkirkjan og fjölskyldusvið Fjarðabyggðar tekið höndum saman og styrkt og starfrækt Jólasjóð. Markmið sjóðsins er að styðja við fjölskyldur í Fjarðabyggð sem á þurfa að halda í aðdraganda jóla. Með stuðningi og styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, einstaklingum og öðrum velunnurum í sjóðinn er það gert mögulegt.

Úthlutun úr jólasjóð Fjarðabyggðar

Stuðningurinn á árinu 2024 gerði það kleift að hægt var að úthluta rúmum 4 milljónum í formi inneignarkorta í Krónuna til 57 fjölskyldna fyrir jólin.

Þeim sem hafa styrkt sjóðinn undanfarin ár eru sendar innilegar þakkir fyrir stuðninginn við sjóðinn.

Frétta og viðburðayfirlit