Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2025. Markmið menningarstyrkja er að styðja og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð. Skilafrestur er 10. febrúar.
Opið fyrir umsóknir í Menningarstyrki Fjarðabyggðar 2025
Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn en verkefni verður að hafa skýra tengingu við Fjarðabyggð. Verkefni þurfa að fara fram í Fjarðabyggð, fela í sér kynningu á menningarstarfsemi í sveitafélaginu eða hafa umsjónarmenn eða listamennsem eru búsettir í Fjarðabyggð. Úthlutunarreglur má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar.
Ekki eru veitti styrkir til náms, reksturs eða viðhalds húsnæðis.
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar
Sótt er um rafrænt á vef Fjarðabyggðar í gegnum Íbúagátt. Eyðublað má finna undir: Umsóknir --> 07 Menningarmál --> Umsókn um styrk til menningarstarfsemi.
Úthlutað verður einu sinni á árinu 2025. Til úthlutunar verða 2.000.000 kr. Styrkir eru að upphæð 50.000 - 500.000 kr og ber umsækjendum að hafa það í huga við umsóknargerð. Allar umsóknir eru svo á skrá hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar og þrátt fyrir að umsóknir séu ekki gjaldgengar þá útilokar það ekki framtíðarsamstarf með Menningarstofu á annan máta.
Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Tinna Sigurðardóttir forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar á menningarstofa@fjardabyggd.is