Ása Sigurlaug Harðardóttir, Ingibjörg Ingadóttir og Inga Ósk Rúnarsdóttir hafa hafið störf hjá Fjarðabyggð. Ása Sigurlaug Harðardóttir hefur hafið störf sem skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Ása Sigurlaug gengdi stöðu skólastjóra við Tálknafjarðarskóla. Ása Sigurlaug er með kennaramenntun frá Háskóla Akureyrar og er einnig menntaður landfræðingur frá Frakklandi.
Nýir starfsmenn hjá Fjarðabyggð
Ingibjörg Ingadóttir hefur hafið störf sem aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði. Ingibjörg er með B.A. gráðu í uppeldir- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands og M.ED kennaramenntun frá sama skóla. Ingibjörg starfaði áður hjá Ísakskóla, Símenntunarstöð Suðurlands, Hveragerðisbæ sem kennari og Menntaskóla Borgarfjarðar sem framhaldskólakennari. Ingibjörg hefur einnig lokið leiðsögumannaprófi frá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Inga Ósk Rúnarsdóttir hefur verið ráðin sem þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála. Inga Ósk hefur nú þegar hafið störf. Inga er með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og sveinspróf frá Iðnskólanum í Hafnarfirði sem hársnyrtir og framreiðslu frá Hótel og veitingaskólanum.
Við bjóðum þær Ásu. Ingibjörgu og Ingu hjartanlega velkomin til starfa.