Framlögð yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli:
Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana.
Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á Reykjavíkurborg, stjórnvöld og Isavia að tryggja flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar án tafar. Brýnir hagsmunir eru í húfi, þar sem óheft aðgengi að flugvellinum er lífsnauðsynlegt fyrir sjúkraflug, sem veitir veikum og slösuðum aðgang að bráðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Á hverju ári eru fluttir um 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi, þar af um 630 til 650 til Reykjavíkur, og er óásættanlegt að lokun flugbrauta í myrkri takmarki þessa þjónustu. Ljóst er að slíkar takmarkanir gætu dregið úr lífslíkum eða batahorfum fjölda sjúklinga. Bæjarráð hvetur aðila málsins til að leita allra leiða til úrbóta, í þágu jafns aðgangs allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu, eins og kveðið er á um í lögum og hefjast handa við það nú þegar.