Viðtal við fyrrum starfsmenn í skapandi sumarstörfum, þær Daníelu Yolanda & Maríu Rós, birtist í Heimildinni í gær. Þær segja starfið hafa gefið þeim nýja vináttu sem blómstrar áfram að starfinu loknu. Lesið allt viðtalið til þess að komast að því hvað þær hafa að segja um reynslu sína. https://heimildin.is/.../akvad-ad-vera-hun-sjalf-og.../...
24.01.2025
Skapandi Sumarstörf leyfa nýrri vináttu að blómstra

Skapandi sumarstörf eru hugsuð fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélagið lífi með listrænum og skapandi uppákomum. Skapandi sumarstörf eru fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á skapandi verkefnum og vill vinna við myndlist og gjörninga, leiklist/sviðslist, skriftir, ljósmyndun, tónlist og kvikmyndagerð sem og ýmislegt annað sem tengist listum og menningu í Fjarðabyggð.