Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri sveitarfélagsins og hefur nú þegar hafið störf.
12.04.2017
Helga Elísabet ráðin félagsmálastjóri
Helga Elísabet hefur lokið B.A. gráðu í þroskaþjálfafræðum frá Kennaraháskóla Íslands auk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri. Þá stundaði Helga nám í félags- og sálfræði við Háskóla Íslands 1998-2001. Helga hefur síðan 2007 unnið sem stjórnandi og sérfræðingur m.a. sem deildarstjóri og síðar forstöðumaður á heimili fyrir börn að Árlandi, yfirþroskaþjálfi að Iðjubergi – dagþjónustu og vinnustofu einhverfra, sem forstöðumaður frístundaheimilis fyrir fötluð börn og sem yfirþroskaþjálfi í Grandaskóla. Helga hefur starfað sem deildarstjóri búsetuþjónustu á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar síðan árið 2015.
Fjarðabyggð óskar Helgu til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar í starfi.