Kynning vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, breytt landnotkun í Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð.
Lagt er til að landnotkun í Víkurgerði verði breytt þannig að afmörkun svæðanna N8, Hv6 og O20 nái eingöngu niður að 170 m hæð yfir sjávarmáli og að svæði þar fyrir neðan verði skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Nytjaskógrækt á svæðinu styðst þá við almennar heimildir til slíkrar starfsemi á landbúnaðarsvæðum.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði og í þjónustugátt í bókasöfnum á Stöðvarfirð, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði til 4. desember 2017.
Tillögurnar eru einnig aðgengilegar hér: Breytingar á aðalskipulagi - Breytt landnotkun í Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð
Nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúinn í Fjarðabyggð í síma 470-9000 eða á netfangið byggingarfulltrui@fjardabyggd.is