Undanfarið hafa farið fram kynningarfundir í Fjarðabyggð og Breiðdal vegna tillögu samstarfsnefndar sveitarfélagana um sameiningu. Samstarfsnefnd sveitarfélagana tók til starfa í byrjun nóvember og hefur undanfarið undirbúið tillögu að sameiningu, safnað upplýsingum og byggt upp áætlanir sem fela í sér hvað gerast muni, verði sameining samþykkt.
20.02.2018
Kynningarfundir um tillögu samstarfsnefndar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar
Í síðustu viku var fundað á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Í gær voru svo fundir á Reyðarfirði og Eskifirði og í dag og kvöld verða svo síðustu tveir fundirnir, á Mjóafirði og í Neskaupstað kl. 20:00. Fundirnir hafa allir verið ágætlega sóttir og gengið vel. Fulltrúar sveitarfélaganna í nefndinni hafa þar kynnt tillögu sína um sameiningu og svarað fyrirspurnum fundarmanna um málið.
Íbúar eru hvattir til að kynna sér tillöguna á heimasíðum sveitarfélagana en þar má finna ítarlegar upplýsingar um málið.