Milljarður rís í Fjarðabyggð fer fram á morgun í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Hann hefst kl. 12:30.
Milljarður rís á morgun
Milljarður rís er dansbylting sem haldin er víða um heim. Með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.
Atburðurinn er á vegum UN Women á Íslandi í samstarfi við Fjarðabyggð, VA og Nesskóla. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, ávarpar gesti og hleypir dansinum af stað. VA hefur staðið fyrir atburðinum síðustu ár og er þetta í fimmta árið sem hann fer fram í Neskaupstað. Líkt og undanfarin ár mun Guðrún Smáradóttir leiða dansinn sem í þetta sitt er í minningu Birnu Brjánsdóttur.
Allir eru hvattir til þess að koma og sameinast um baráttuna fyrir réttlátari heimi.
Frekari umfjöllun um viðburðinn.