mobile navigation trigger mobile search trigger
30.04.2015

Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar

Aðbúnaður félagsmiðstöðva, aukið nemendalýðræði og  endurvakning á 1. maí bíó var á meðal þeirra málefna sem ungmennráð Fjarðabyggðar vakti máls á, á sameiginlegum fundi þess með bæjarstjórn í dag.

Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar
Fulltrúar Ungmennaráðs Fjarðabyggðar á sameiginlegum fundi þess með bæjarstjórn í dag.

Sú hefð hefur skapast að bæjarstjórn haldi sameiginlegan fund með ungmennaráði Fjarðabyggðar að jafnaði einu sinni ári. Ráðið hefur verið starfandi frá árinu 2008 samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar og er því meðal annars ætlað að efla umfjöllun bæjaryfirvalda um málefni sem tengjast ungu fólki.

Alls lagði ungmennaráð fram sex mál. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd, vakti ráðið máls á fjölgun veitingastaða í Fjarðabyggð, kyndingu og einangrun Fjarðabyggðarhallarinnar og líf í tómum húsum.

Sæti í ungmennaráði Fjarðabyggðar eiga Draumey Ósk Ómarsdóttir, María Rún Karlsdóttir, Rúnar Már Theódórsson, Steinar Berg Eiríksson, Dagur Ingi Valsson, Friðrik Júlíus Jósefsson, Marta Guðlaug Svavarsdóttir, Patrekur Darri Ólason og Daníel Styrmir Guðnason.

Nánar um ungmennaráð fyriarbyggðar

Samþykkt um ungmennarráð Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit