Bílskúrinn að Valsmýri 5 í Neskaupstað verður vettvangur tónleikahalds í júní og júlí. Veislan hófst sl. þriðjudag.
10.06.2017
V-5 bílskúrspartý komið í gang
Arnar Guðmundsson fékk þá hugmynd að bjóða upp á tónleikaröð í bílskúr sínum að Valsmýri 5 sem hann nefnir V-5 bílskúrspartý. Tónleikaröðin verður öll þriðjudagskvöld í júní og júlí. Mörg bönd hafa verið bókuð og byrjaði partýið á viðeigandi hátt, með Bubbaþema, þriðjudaginn 6. júní sem er afmælisdagur Bubba. Þeir sem fram komu voru Gummi Gísla, Pjetur St. Arason, Arnar sjálfur og hljómsveitin DDT-skordýraeitur.
Ókeypis er á tónleikana og er óhætt að hvetja áhugasama til þess að líta við í bílskúrnum á þriðjudagskvöldum. Enginn verður svikinn af þessari veislu.