mobile navigation trigger mobile search trigger
10.11.2017

Vígsluathöfn Norðfjarðarganga.

Laugardaginn 11. nóvember kl. 13:30 verða Norðfjarðargöng formlega vígð við hátíðlega athöfn við gangnamuna Eskifjarðarmeginn. 

Vígsluathöfn Norðfjarðarganga.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra mun þá klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar heldur ávarp og Kirkjukór Reyðarfjarðarkirkju syngur tvö lög.

Athöfnin fer fram við gangamunnann Eskifjarðar-megin. Kaffisamsæti verður að athöfn lokinni í Dalahöllinni, í Fannardal, Norðfirði.

Hér má sjá kort af vígslusvæðinu. Hægt verður að leggja bílum meðfram veginum upp að göngunum og eins inn við bæinn Eskifjörð þar sem athafnasvæði verktaka eru.

Fleiri myndir:
Vígsluathöfn Norðfjarðarganga.
Hér má sjá kort af vígslusvæðinu. Hægt verður að leggja bílum meðfram veginum upp að göngunum og eins inn við bæinn Eskifjörð þar sem athafnasvæði verktaka eru.

Frétta og viðburðayfirlit