mobile navigation trigger mobile search trigger
21.06.2022

Vígsluhátíð Leikskólans Lyngholts Reyðarfirði

Vígsluhátið Leikskólans Lyngholti fimmtudaginn 16. júní í blíðskaparveðri. Nemendur tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá allan morguninn og síðan var grillað í góða veðrinu. Formleg dagskrá hófst síðan klukkan 14:00 með stuttri dagskrá sem Katríni Lembi Alexsandersdóttir, deildarstjóri og viðburðarstjóri Lyngholts, stýrði af myndarbrag.

Vígsluhátíð Leikskólans Lyngholts Reyðarfirði

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri ávarpaði gesti sem og Þóroddur Helgason fræðslustjóri og Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls, en Launafl sá um að reisa viðbygginguna og endurgera eldra húsnæði skólans. Nemendur yngri og eldri deilda sungu fyrir gesti og Lísa Lotta Björnsdóttir skólastjóri Lyngholts tók við gjöfum frá Launafli, Foreldrafélagi Lyngholts og Kvenfélagi Reyðarfjarðar. Eftir dagskrána var öllum viðstöddum boðið að ganga um skólann og þiggja veitingar. Mikill fjöldi fólks var mættur á hátíðina og gestir nýttu kærkomið tækifærið til að skoða glæsilega aðstöðu nemenda og starfsfólks.

Frétta og viðburðayfirlit