Haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvar Austurlands kom út í vikunni, og á nú að hafa borist í öll hús. Dagskráin þetta haustið er að venju afar glæsileg, og ættu felstir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
11.09.2021
Haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvar Austurlands
Af einstökum viðburðum má nefna miðjarðarhafstónleika Sinfóníhljómsveitar Austurlands sunnudaginn 12. septeber, þá frumflytur Sinfóníhljómsveitin verkið Rót eftir Þórunni Sigurðardóttur í nóvember, hljómsveitin Mógil heldur aðventutónleika við upphaf aðventunnar, og auk þess eru á dagskrá glæsilegir tónleikar með Benna Hemm Hemm.
Þetta og margt fleira má kynna sér í haustdagskránni en hana má einnig finna hér á vefnum: Viðburðaskrá Tónlistarmiðstöðvar Austurlands haustið 2021.pdf