Náttúran er víða á Austufjörðum gjöful á perlur sínar, sem eru margar og sumar hverjar fágætar. Sjávarhverinn Saxa er meðal þeirra fágætu og eru brimgos þessa einstaka náttúrufyrirbæris jafnan mikið sjónarspil.
27.02.2015
Kraftmikið sjónarspil Söxu
Náttúran er víða á Austufjörðum gjöful á perlur sínar, sem eru margar og sumar hverjar fágætar. Sjávarhverinn Saxa er meðal þeirra fágætu og eru brimgos þessa einstaka náttúrufyrirbæris jafnan mikið sjónarspil.
Gosin myndast þegar úthafssalda gengur í austlægum vindáttum í klettaskoru og spýtist þaðan hátt í loft upp. Nafnið dregur Saxa af því að þönglar og þari saxast í smátt í klettaskorunni og þeytast upp með sjávaröldunni.
Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, náði þessari skemmtilegu mynd af Söxu í miklum ham.