Á fundi sínum þann 7. mars síðastliðinn tók stjórn menningar- og safnastofnunnar Fjarðabyggðar þá erfiðu ákvörðun að Íslenska stríðsminjasafnið á Reyðarfirði verði ekki opnað sumarið 2023 með þeim hætti sem verið hefur undanfarin ár.
13.03.2023
Lokun Stríðsárasafnsins sumarið 2023
Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að umtalsvert tjón varð á húsakosti safnsins í óveðrinu síðastliðið haust, þar sem talsverðar skemmdir urðu á aðalsýningarhúsi safnsins, auk þess sem tveir braggar sem stóðu á sýningarsvæðinu eyðilögðust. Þess má geta að engar skemmdir hafa orðið á safnkosti safnsins. Ekki verður hægt að endurbæta húsnæði safnsins fyrir sumarið 2023 og því var þessi ákvörðun tekin en jafnframt var forstöðumanni safnastofnunar falið að skoða útfærslu á sýningu á Reyðarfirði fyrir sumarið 2023 og er von á tillögum varðandi það á næstunni.