mobile navigation trigger mobile search trigger
01.02.2023

Sorphirða enn á eftir áætlun

Vegna forfalla hefur því miður ekki tekist að vinna upp þær tafir sem orðið hafa á sorphirðu. 

Stefnt er að því að klára að tæma grænu tunnuna á suðurfjörðunum í dag, og svo á Reyðarfirði á morgun.

Íbúar eru vinsamlega beðnir um að moka frá sorpgeymslum og greiða leið sorphirðufólks að sorptunnum þannig að hægt sé að tryggja tæmingu.

Helstu ástæður fyrir því að ekki er hægt að losa sorpílát:

  • Ekki búið að moka frá sorpílátum
  • Ekki búið að moka og salta/sanda greiða leið út að götu
  • Sorpílát frosin föst við jörðina
  • Frosnar hurðir og ekki hægt að opna þær upp á gátt
  • Frosnir lásar að sorpgeymslum og gerðum
  • Bílar fyrir sem hefta aðgengi starfsfólks og hirðubíls
  • Rangt flokkað í sorpílát
  • Sorpílát brotin eða vantar hjólabúnað
  • Sorpílát yfirfull og ekki hægt að loka þeim með góðu móti

Nánar um sorphirðu má finna hér og sorphirðudagatalið er hér

Ábendingar vegna sorphirðu má senda í gegnum ábendingarkerfi Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit