Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Af því tilefni er dagurinn haldinn hátíðlegur og hefur svo verið gert um langt árabil.
10.02.2025
Haldið uppá dag leikskólans í Fjarðabyggð
![Haldið uppá dag leikskólans í Fjarðabyggð Haldið uppá dag leikskólans í Fjarðabyggð](/media/sigmund-tjxotqtur8o-unsplash.jpg?w=600)
Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.
Nemendur á leikskólum Fjarðabyggðar eru með árlega myndlistasýningu í Fjarðabyggð. Myndir eftir nemendur leikskólanna prýða þá veggi í fyrirtækjum og stofnunum Fjarðabyggðar. Bökuð var kaka í nónhressingu og var foreldrum boðið að koma og taka þátt í starfinu af því tilefni.
Sökum veðurs riðlaðist aðeins dagskráin og hún færð yfir á föstudag.