Haustið 2024 fengu nemendur á unglingastigi Nesskóla að spreyta sig á STREAM verkefnum í ensku. STREAM stendur fyrir Science, Technology, Reading and Writing, Engineering, Art og Math. Verkefni af þessu tagi ýta meðal annars undir sköpunarkraft og samvinnu. Sigrún Júlía enskukennari fór til Frakklands á námskeið í STREAM á vegum Erasmus+ og má segja að það sé kveikjan að þessari vinnu. Verkefnalýsingar vann hún svo með aðstoð ChatGPT.
STREAM verkefni á unglingastigi
![STREAM verkefni á unglingastigi STREAM verkefni á unglingastigi](/media/primary-e1594520037473-768x234.png?w=600)
Áttundi bekkur fékk að búa til vatnssíur (Water Filter Project). Hópavinna við að hanna og útbúa vatnssíu sem getur hreinsað óhreint vatn. Virknin prófuð með því að sía vatnið og sjá muninn fyrir og eftir síun. Einnig átti að skila skýrslu á ensku sem lýsti ferlinu, efni sem notað var og niðurstöðum könnunarinnar. Nemendur komu með efni að heiman. Vatnsflöskur, bómullarskífur, þvottastykki, teygjur o.fl. og svo sóttu þeir óhreint vatn og möl í nærumhverfi skólans. Hafist var handa við að sía, mynda og skrá. Að lokum kynnti hver hópur vinnuferli og niðurstöður sinnar tilraunar á ensku fyrir bekknum. Niðurstöðurnar voru yfirleitt þær að ef nemendur væru nógu þyrstir myndu þeir geta hugsað sér að drekka vatnið eftir hreinsun, allavega í eyðimörk.
Frétt af heimasíðu Nesskóla