Píeta samtökin og Fjarðarbyggð bjóða til viðburðar núna á fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10 að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, tilefnið er opnun á meðferðarúrræði Píeta á Reyðarfirði. Eru allir íbúar Fjarðarbyggðar, fagfólk og áhugafólk um geðheilbrigði hjartanlega velkomin. Þá eru aðstandendur þeirra sem hafa misst í sjálfsvígi sérstaklega velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí og notalega stund.
Píeta samtökin opna Píeta skjól á Reyðarfirði fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10:00
Klukkan 10:00

Austurland hefur lengi kallað eftir þjónustu Píeta samtakanna. Það er því sönn ánægja fyrir samtökin að opna nú loks Píeta skjól að Búðareyri 2 á Reyðarfirði. Píeta samtökin eru nú þegar með skjól í Reykjavík, á Ísafirði, á Akureyri og á Húsavík. Einnig þjónustar hjálparsími Píeta 552 2218 allt landið, allan sólahringinn, allt árið um kring.
Nú þegar hefur verið opnað fyrir bókanir í viðtöl sem fara fram frá hádegi fimmtudaginn 27. febrúar að Búðareyri 2 á Reyðarfirði. Bókanir fara fram í síma 552 2218 á milli kl. 9 og 16 alla virka daga. Meðferðaraðili frá Píeta mun veita viðtöl á Búðaraeyri einu sinni í mánuði til að byrja með. Þá er einnig boðið upp á fjarviðtöl.
Píeta veitir meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls.
Meðferðaraðilar Píeta eru allir með viðurkennt starfsleyfi frá landlækni eru þar á meðal sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi og læknir.
Við minnum á að hjálparsími Píeta 552 2218 er ávallt opinn, allan sólahringinn, alla daga ársins.. Það er alltaf von og það er hjálp að fá.