Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar vinnu í samvinnu við Félagsþjónustu Múlaþings, Austurbrú, HSA og Starfsendurhæfing Austurlands að undirbúningi fyrir opnun geðræktar- og virknimiðstöðvar Austurlands sem gengur undir vinnuhetinu Samkomuhús.
Taktu þátt í könnun fyrir opnun á Samkomuhúsinu - Geðræktar- og virknimiðstöð á Austurlandi

Verkefnið er unnið fyrir styrk úr Alcoa Foundation. Fyrirhugað er að hefja tilraunastarfsemi haustið 2025 á tveimur stöðum, Egilsstöðum og Reyðarfirði. Til að mæta þörfum þeirra sem hafa áhuga og þörf á að nýta sér slíkt úrræði er nauðsynlegt að fá innlegg og hugmyndir sem auka líkurnar á því að vel takist til. Við viljum því fá svör frá íbúum Austurlands og sérstaklega þeim sem sjá fyrir sér að nýta úrræðið. Á undirbúningsstiginu verður einnig rætt við líklega notendur með því að setja saman 6-8 manna rýnihópa í Fjarðabyggð og í Múlaþingi, áhugasamir um þátttöku í slíku samtali mega gjarnan hafa samband við verkefnisstjóra hjá Austurbrú eða sinn tengilið hjá samstarfsaðilum verkefnisins. Unnið verður með svörin sem eina heild og engin svör rakin til einstaklinga. Svörun tekur að meðaltali 2-5 mínútur.
Hér er linkur á könnunina https://www.surveymonkey.com/r/samkomuhus
Ef einhverjar spurningar vakna við svörun spurninganna eða áhugi er á þátttöku í rýnihópi má hafa samband við verkefnisstjóra verkefnisins:
Tinna Halldórsdóttir | tinna@austurbru.is
Hér er frétt um verkefnið Alcoa Foundation styrkir nýtt geðheilbrigðisúrræði | Austurbrú